Iðgjöld til EFÍA skulu vera samkvæmt kjarasamningum FÍA, nú að lágmarki 20% af launum sjóðfélaga. Framlag launþega er 4% en framlag launagreiðanda 16%. Sjóðfélaga er heimilt að lækka iðgjald til samtryggingarverndar og verja þannig hluta iðgjaldsins til öflunar lífeyrisréttinda í séreign.
Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir launagreiðendur, sem hafa ekki aðgang að launakerfi, að senda inn skilagreinar er í gegnum Mínar síður – launagreiðendavef.
Launagreiðendur greiða skyldulífeyrissparnað mánaðarlega í lífeyrissjóð fyrir alla starfandi einstaklinga á aldrinum 16-70 ára og viðbótarlífeyrissparnað fyrir þá sem það vilja.
Skilagreinum má skila með ýmsum hætti, en mælt er með rafrænni skráningu skilagreina til að auka skilvirkni og minnka villuhættu.
Nánari upplýsingar um skilagreina- og greiðslumöguleika má finna hér fyrir neðan.
Tímabundið er móttaka í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 lokuð, en lífeyrisráðgjafar geta leyst úr flestum fyrirspurnum í síma 444 6500 eða tölvupósti á netfanginu launagreidendur@arionbanki.is.
Býður m.a. upp á nýskráningu skilagreina, afritun eldri skilagreina og innsendingu textaskráa.
Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda. Auk þess geta allir launagreiðendur sótt launagreiðendayfirlit og fengið yfirsýn yfir heildarstöðu.
Ef annar en launagreiðandi sér um iðgjaldaskil er hægt að veita þeim aðila umboð, sjá nánar hér.
Krafa myndast í netbanka launagreiðanda ef þess er óskað, annars er greiðsla millifærð inn á reikning sjóðsins.
Launagreiðandi velur sér sjálfur notendanafn og lykilorð.
Slóðin fyrir XML gögn er: https://www.arionbanki.is/rafskilxml/sendpaymentinfo.aspx
Nánar um rafræn skil í gegnum launakerfi inn á skilagrein.is
Skilagreinar eru óþarfar þar sem um fastar mánaðarlegar greiðslur er að ræða.
Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda.
Upplýsa þarf lífeyrissjóðinn um breytingar á launum/reiknuðu endurgjaldi.
Á hverju hausti sendir RSK frá sér lista yfir kröfur til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.
Þessar kröfur verða til ef launagreiðandi hefur ekki staðið skil á neinum skylduiðgjöldum til lífeyrissjóðs fyrir launþega sína síðasta iðgjaldaár.
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda öðlast forræði yfir kröfunni en hægt er að óska eftir að EFÍA yfirtaki hana.
Frestur til að óska eftir yfirtöku er almennt 1 mánuður frá fyrsta bréfi.
Á hverju hausti sendir RSK frá sér lista yfir kröfur til EFÍA.
Þessar kröfur verða til ef launagreiðandi hefur staðið skil á hluta skylduiðgjalda til EFÍA fyrir launþega sína fyrir síðasta iðgjaldaár.
EFÍA öðlast forræði yfir kröfunni.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".