Um sjóðinnUm-sjodinnTrueFalseFalseFalse/forsida/um-sjodinn/
Um sjóðinn

Um EFÍA     

 • Í sjóðnum eru rúmlega 1000 sjóðfélagar og stærð sjóðsins er um 37 milljarðar. 
 • Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, mökum þeirra og börnum lífeyri.
 • Sjóðurinn er opinn öllum félagsmönnum FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
 • Eignastýring Arion banka annast rekstur og eignastýringu lífeyrissjóðsins. 
 • Iðgjöld til lífeyrissjóðsins skulu vera samkvæmt kjarasamningum FÍA, nú að lágmarki 20% af launum sjóðfélaga.
 • Framlag launþega er 4% en mótframlag launagreiðanda er 16%.
 • Sjóðfélaga er heimilt að lækka iðgjald til samtryggingarverndar og verja þannig hluta iðgjaldsins til öflunar lífeyrisréttinda í séreign.

Sagan

 • Eftirlaunasjóður FÍA var stofnaður árið 1974 en hann var reistur á grunni Lífeyrissjóðs FÍA.
 • Árið 1953 náðust samningar milli Félags atvinnuflugmanna og flugfélaganna um stofnun lífeyrissjóðs fyrir atvinnuflugmenn.
 • Þá greiddu flugfélögin 5% af launum flugmanna í sjóðinn en flugmenn sjálfir 10% af launum.
 • Fyrstu árin gátu flugmenn fengið lán úr lífeyrissjóðnum, það var svo árið 1974 sem lífeyrissjóðnum var breytt í eftirlaunasjóð.

Stjórn og framkvæmdastjóri

 

 Framkvæmdastjóri  Snædís Ögn Flosadóttir  snaedis.flosadottir@arionbanki.is
 Formaður  Sturla Ómarsson  sturla@efia.is
 Varaformaður  Kjartan Jónsson  kjartan@efia.is  
 Meðstjórnandi  Salvör Egilsdóttir  seg.crew@icelandair.is
 Meðstjórnandi  Sigrún Hjartardóttir  sigrunh@icelandair.is 
 Meðstjórnandi  Magnús Jón Magnússon  magnusjm@icelandair.is
 Varamaður  Ari Guðjónsson  ari@icelandairgroup.is
 Varamaður  Úlfar Henningsson  garden@itn.is
 Varamaður  Ingvar Már Jónsson  ingvarmarjons@gmail.com
 Varamaður  Íris Hulda Þórisdóttir  iris@icelandairgroup.is
 Varamaður  Arna Óskarsdóttir  arna.oskars@gmail.com
 • Fjöldi stjórnarmanna er fimm, þrír eru kjörnir af sjóðfélögum i rafrænni kosningu og tveir eru skipaðir af atvinnurekanda.
 • Stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn.
 • Stjórnarmenn sem eru skipaðir af atvinnurekanda eru skipaðir til árs í senn, tilkynnt er um skipun þeirra á ársfundi.
 • Engin takmörk eru á hámarkstíma sem aðalmaður má sitja í stjórn sjóðsins.
 • Atvinnurekendur skipa tvo varamenn, aðrir eru kjörnir af sjóðfélögum.
 • Stjórnin kýs sér sjálf formann og skiptir að öðru leyti með sér verkum.
 • Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti.

Stillingar fótspora

Hér getur þú stillt hvaða vefkökur þú vilt samþykkja á vefnum.

Lesa kökustefnu efia.is
Samþykkja valdar vefkökur