Ráðstöfun í séreignRadstofun-i-sereignTrueFalseFalseFalse/forsida/fleira/radstofun-i-sereign/FleiraFleiraTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=cdd65cda-429d-11ea-a9b0-d8d385b7cb54truefalse
Fleira

Ráðstöfun hluta skylduiðgjalds í séreign 

 • Iðgjöld til lífeyrissjóðsins skulu vera samkvæmt kjarasamningum FÍA, nú að lágmarki 20% af launum sjóðfélaga.
 • Framlag sjóðfélaga er 4% og mótframlag launagreiðanda 16%.
 • Sjóðfélaga er heimilt að lækka iðgjald til samtryggingarverndar og verja þannig hluta skylduiðgjalds til öflunar lífeyrisréttinda í séreign en til að það geti orðið þarf að gera sérstakan samning milli sjóðfélaga og EFIA.
 • Sérstök athygli er vakin á því að samningurinn er óafturkræfur af hálfu sjóðfélaga að því leyti að sjóðfélagi getur ekki ákveðið á síðari stigum að ráðstafa engu eða lægra iðgjaldi til séreignarsparnaðar.
 • Með því að nota séreignarreiknivélina geta sjóðfélagar skoðað áhrif þess að ráðstafa hluta skylduiðgjalds síns í séreignarsparnað.
 • Gagnlegt er að lesa grein frá febrúar 2016 um ráðstöfun lífeyrisiðgjalds í séreignarsparnað, hana má nálgast hér
 • Sækja þarf um skriflega, samning um ráðstöfun lífeyrisiðgjalds til séreignar má nálgast hér undir flipanum Eyðublöð.
 • Lífeyrisráðgjafar í Arion banka, Borgartúni 19, aðstoða við gerð slíks samnings. Síminn er 444 8960 og netfangið efia@arionbanki.is.

Séreignarreiknivél 

Reiknivél þessi er ætluð til að auðvelda sjóðfélaga að taka ákvörðun um hvort hann vilji ráðstafa hluta af skylduiðgjaldi sínu í séreign og þá hve miklu, en hann hefur val um 0%, 4% eða 7,8% í séreign. Með því að setja inn sínar forsendur um laun og aldur, getur hann séð í hverju munurinn felst, fyrir sig.

Þær spurningar sem leitast er við að svara:

 1. Hversu miklum ellilífeyrisréttindum úr samtryggingu fórna ég við þessa breytingu?
 2. Hversu mikla séreign mun ég safna mér á móti?
 3. Í hverju felst munurinn? Er hægt að bera ævilöng ellilífeyrisréttindi úr samtryggingu saman við uppsafnaða séreign?

Hvað er gert?

 • Til að svara spurningum 1 og 2, eru ellilífeyrisréttindi við 65 ára aldur og uppsöfnuð séreign reiknuð út frá forsendum um laun og aldur.
 • Til að svara spurningu 3, er stillt upp einföldu dæmi sem sýnir í hve mörg ár uppsöfnuð séreign endist ef sama fjárhæð er greidd út frá 65 ára aldri og hefði annars verið greidd út sem mánaðarleg ellilífeyrisréttindi úr samtryggingu.
 • Einnig eru birt heildarellilífeyrisréttindi úr samtryggingu við 65 ára aldur.

Hér setur þú inn aldur og mánaðarlaun fyrir skatt, auk þegar áunninna ellilífeyrisréttinda, ef þú vilt sjá samanburð á ellilífeyrisréttindum úr samtryggingu og uppsafnaðri séreign vegna 4% og 7,8% iðgjalds til 65 ára aldurs.  

Í útreikningum er miðað við réttindatöflur EFÍA og 3,5% raunávöxtun séreignar.

 

Aldur:ára
Mánaðarlaun fyrir skatt:kr.
Þegar áunnin réttindi:kr.
Aldur skal vera hærri en 16
Aldur skal vera lægri en 65
Laun skulu vera hærri en 0

4% iðgjaldi ráðstafað í séreign í framtíðinni

1. Uppsöfnuð séreign til 65 ára aldurs kr.
2. Ellilífeyrisréttindi í samtryggingu kr.
3. Endingartími á uppsafnaðri séreign ár
4. Heildarellilífeyrisréttindi í samtryggingu við 65 ára aldur kr.

7,8% iðgjaldi ráðstafað í séreign í framtíðinni

1. Uppsöfnuð séreign til 65 ára aldurs kr.
2. Ellilífeyrisréttindi í samtryggingu kr.
3. Endingartími á uppsafnaðri séreign ár
4. Heildarellilífeyrisréttindi í samtryggingu við 65 ára aldur kr.

0% iðgjaldi ráðstafað í séreign í framtíðinni

1. Heildarellilífeyrisréttindi í samtryggingu við 65 ára aldur kr.

Ofangreindur útreikningur er aðeins framkvæmdur í dæmaskyni og án skuldbindingar fyrir Arion banka hf. Arion banki hf. ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem verður vegna þess að viðskiptavinur byggði ákvarðanir sínar á útreikningi í reiknivélinni. Útreikningurinn er framkvæmdur miðað við upplýsingar sem viðskiptavinurinn hefur látið Arion banka hf. í té en bankinn hefur ekki staðreynt áreiðanleika upplýsingana. Reynist upplýsingarnar rangar ber Arion banki hf. ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem útreikningurinn gæti valdið viðskiptavininum eða öðrum. Arion banki hf. ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlotist gæti vegna ráðgjafar starfsmanna Arion banka hf. á grundvelli útreiknings sem reynist rangur. Útreikningurinn felur ekki í sér ráðgjöf frá starfsmönnum Arion banka hf. til viðskiptavinar. Viðskiptavinurinn ber einn ábyrgð á þeim ákvörðunum sem hann tekur á grundvelli útreikningsins og skiptir þá engu hvort þær ákvarðanir lúta að viðskiptum við Arion banka hf. eða aðra aðila.

Útgreiðslur vegna örorku sjóðfélaga ef hluta skylduiðgjalds er ráðstafað í séreign 

 • Sjóðfélagi á rétt á að fá séreign greidda út með jöfnum mánaðarlegum eða árlegum greiðslum verði hann 10% öryrki eða meira. Við 100% örorku er séreign greidd út á 7 árum en tíminn lengist hlutfallslega við lægri örorkuprósentu.
 • Örorkulífeyrisréttindi sjóðfélaga úr samtryggingu verða lægri en ella.

Útgreiðslur vegna andláts sjóðfélaga ef hluta skylduiðgjalds er ráðstafað í séreign

 • 2/3 af séreign sjóðfélaga erfast til maka (hafi hinn látni verið giftur við andlát) en 1/3 til barna. Hægt er að óska eftir mánaðarlegum eða árlegum greiðslum auk eingreiðslu.
 • Makalífeyrisréttindi úr samtryggingu verða lægri en ella. 

Til umhugsunar

Verði sjóðfélagi fyrir örorku eða falli frá áður en hann hefur náð að safna nægjanlegri upphæð í séreign sem kæmi til móts við lægri örorku- og makalífeyrisréttindi þá gæti hann verið verr settur en annars. Vakin er athygli á því að flest tryggingafélög bjóða upp á starfsörorkutryggingar sem gætu brúað bilið. 

Nánari upplýsingar veitir Lífeyrisþjónusta Arion banka í síma 444 8960 eða á efia@arionbanki.is.

Stillingar fótspora

Hér getur þú stillt hvaða vefkökur þú vilt samþykkja á vefnum.

Lesa kökustefnu efia.is
Samþykkja valdar vefkökur