Kosning EFÍA 2018 

 
Á ársfundi EFÍA sem haldinn var þann 9. maí sl. lagði stjórn sjóðsins fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Um er að ræða tillögur til samþykktabreytinga sem heimila sjóðfélögum að taka ellilífeyri í 50% hlutfalli frá 60 ára aldri ásamt því að fresta töku hálfs lífeyris til að allt að 80 ára aldurs með hækkun á hinum frestaða hluta. Breytingarnar leiða til aukins sveigjanleika fyrir sjóðfélaga í töku lífeyris. Við það að óska eftir hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum fæst hálfur lífeyrir frá Tryggingastofnun án skerðinga í samræmi við breytingar á lögum almannatrygginga nr. 100/2007, sem tóku gildi 1. janúar 2018 og reglugerð nr. 1195/2017 um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sjóðfélaga um samþykktarbreytingar og hefur nú verið opnað fyrir rafræna kosningu.

Kosningin er opin frá 12:00 þriðjudaginn 5. júní til 12:00 þriðjudaginn 12. júní. 
 

 

Tillögur til samþykktabreytinga á ársfundi 9. maí 2018

Glærur frá ársfundi EFÍA 2018

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira