Um sjóðinnUm-sjodinnTrueFalseFalseFalse/forsida/um-sjodinn/
Um sjóðinn

Kosning EFÍA  - aukaársfundur 2019 

 
Á aukaársfundi EFÍA sem haldinn var þann 14. febrúar sl. lagði stjórn sjóðsins fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sjóðfélaga um samþykktarbreytingar og hefur nú verið opnað fyrir rafræna kosningu. Í tillögum þeim, sem lagðar voru fram á aukaársfundi og nálgast má hér fyrir neðan, eru lagðar til breytingar á fyrirkomulagi í tengslum við stjórn EFÍA. Er meðal annars lögð til sú breyting, að fulltrúar FÍA í stjórn EFÍA verði kosnir af sjóðfélögum í beinni kosningu. Allar breytingatillögur snúa að stjórnarkjöri, tilhögun þess, skipun kjörnefndar og tilhögun ársfundar. Athygli er vakin á því að breytingatillögurnar í heild má nálgast hér að neðan, þá voru þær jafnframt kynntar á aukaársfundi sjóðsins 14. febrúar 2019.

Kosningin er opin frá 13:00 fimmtudaginn 14. febrúar til 13:00 fimmtudaginn 21. febrúar.
 

 

Tillögur til samþykktabreytinga EFÍA á aukaársfundi 14. febrúar 2019

 

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira