Framboðsauglýsing 2019Frambodsauglysing-2019TrueTrueTrueTrue/forsida/um-sjodinn/stjornarkjor-2019/frambodsauglysing-2019/falsefalseStjórnarkjör 2019Stjornarkjor-2019TrueTrueTrueFalse/forsida/um-sjodinn/stjornarkjor-2019/Um sjóðinnUm-sjodinnTrueFalseFalseFalse/forsida/um-sjodinn/
Um sjóðinn

Stjórnarkjör 2019

 

Framboðsfrestur rann út 7. maí kl. 17:00.

Kjörnefnd fer nú yfir þau framboð sem bárust. Þriðjudaginn 21. maí verða framboð birt ásamt niðurstöðu kjörnefndar.


 

Kjörnefnd EFÍA auglýsir eftir framboðum til stjórnarsetu í EFÍA kjörtímabilið 2019-2021.

Samkvæmt greinum 4.1 og 4.1 a í samþykktum sjóðsins skulu sjóðfélagar kjósa tvo aðalmenn og einn varamann til stjórnarsetu í tvö ár. Þeir sem gefa kost á sér þurfa að uppfylla eftirfarandi:

  • Vera sjóðfélagar í EFÍA.
  • Vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME og samþykktum sjóðsins.
  • Vera tilbúnir til að gangast undir hæfismat FME.
  • Skila inn framboðsgögnum innan tilskilins tímafrests.

Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð og fylgigögn sem listuð eru upp hér að neðan á netfang kjörnefndar kjornefnd@efia.is

Frestur til að skila inn framboði er 7. maí 2019 kl. 17:00.

Í tilkynningu um framboð eða fylgigögnum skal frambjóðandi a.m.k. tiltaka:

  • Nafn, kennitölu og heimilisfang.
  • Upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun og reynslu.
  • Yfirlýsingu um að viðkomandi hafi kynnt sér og uppfylli hæfisskilyrði 31. gr. laga nr. 129/1997.
  • Aðrar þær upplýsingar sem frambjóðandi telur að geti nýst kjörnefnd við að meta hæfi og hæfni hans til að gegna stjórnarstörfum.

Þá skal jafnframt fylgja umsókn upplýsingar um hvort frambjóðandi gefi kost á sér í aðalstjórn eða varastjórn (eða bæði).

Frekari upplýsingar veitir formaður kjörnefndar, Lára Sif Christiansen Lara@fia.is.
 

* Í samræmi við grein 4.2 í samþykktum sjóðsins hefur stjórn EFÍA skipað kjörnefnd vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs á ársfundi sjóðsins 2019. Samkvæmt starfsreglum kjörnefndar er markmið með störfum hennar að tryggja sjóðfélögum EFÍA áreiðanlegri forsendur til að taka upplýsta ákvörðun um val í stjórn sjóðsins. Meðal hlutverka kjörnefndar er að hafa umsjón með framkvæmd stjórnarkjörs og leggja fram rökstutt mat á hæfi einstakra frambjóðenda til stjórnarsetu, mat nefndarinnar telst vera ráðgefandi. Kjörnefnd auglýsir eftir og yfirfer framboð með tilliti til þeirrar hæfni og reynslu sem nauðsynleg er til stjórnarsetu í lífeyrissjóði sem og að teknu tilliti til samsetningar stjórnar og hvað varðar breidd í fjölbreytni, hæfni og reynslu.

** Í samræmi við 29. gr. laga 129/1997 skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40% meðal aðalmanna og varamanna.


Grein - Hverjir eiga erindi í stjórn lífeyrissjóðs

Leslisti vegna hæfismats FME

31. gr. í lögum 129-1997 og 6. gr. reglna 180-2013

 

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira