Skipting ellilífeyrisréttindaSkipting-ellilifeyrisrettindaTrueFalseFalseFalse/forsida/utgreidslur/skipting-ellilifeyrisrettinda/ÚtgreiðslurUtgreidslurTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=8a8f289a-9ebf-4c50-b21a-c74d9a184d2a
Útgreiðslur

Skipting ellilífeyrisréttinda

Hægt er að gera samkomulag um að skipta ellilífeyrisréttindum með maka og þarf sú skipting að vera gagnkvæm og jöfn.

 Sjóðfélögum bjóðast þrjár leiðir til skiptinga á greiðslum en þær eru eftirfarandi:

  • Skipting ellilífeyrisgreiðslna - samkomulag um að núþegar hafnar ellilífeyrisgreiðslur renni að hluta til maka og hluta til sjóðfélaga.
  • Skipting áunninna réttinda - samkomulag um að uppsöfnuð ellilífeyrisréttindi renni að hluta til að mynda sjálfstæð ellilífeyrisréttindi fyrir maka og skerðast þá réttindi sjóðfélaga sem því nemur.
  • Skipting framtíðarréttinda - samkomulag um að iðgjald sjóðfélaga renni að hluta til að mynda sjálfstæð réttindi fyrir maka og hluta til að mynda sjálfstæð réttindi fyrir sjóðfélaga.

Nánari upplýsingar og umsóknar eyðublöð um skiptingu ellilífeyrisréttinda má finna inn á vefsvæði Landssamtaka lífeyrissjóða.

 

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira