LaunagreiðendurLaunagreidendurTrueFalseFalseFalse/forsida/launagreidendur/falsetrue
Launagreiðendur

Launagreiðendur greiða mánaðarlega í lífeyrissjóð fyrir alla starfandi einstaklinga á aldrinum 16-70 ára. Skilagreinum má skila með ýmsum hætti.

Iðgjöld til EFÍA skulu vera samkvæmt kjarasamningum FÍA, nú að lágmarki 20% af launum sjóðfélaga. Framlag launþega er 4% en framlag launagreiðanda 16%. Sjóðfélaga er heimilt að lækka iðgjald til samtryggingarverndar og verja þannig hluta iðgjaldsins til öflunar lífeyrisréttinda í séreign. Sjá upplýsingar og reiknivél

Launakerfi - rafræn skráning

 • Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir fyrirtæki sem hafa aðgang að launakerfi sem styður rafræn skil.
 • Krafa myndast í netbanka launagreiðanda ef þess er óskað, annars er greiðsla millifærð inn á reikning sjóðsins. 
 • Slóðin er: https://www.arionbanki.is/rafskilxml/sendpaymentinfo.aspx (xml gögn).
 • Launagreiðandi velur sér sjálfur notendanafn og lykilorð, sjóðurinn kemur ekki að úthlutun þeirra. 
 • Nánar um rafræn skil í gegnum launakerfi hér.

Kröfuáskrift í netbanka - rafræn skráning

 • Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir sjálfstæða atvinnurekendur með fastar mánaðarlegar greiðslur.
 • Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda. 

Launagreiðendavefur - rafræn skráning

 • Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir fyrirtæki sem hafa ekki aðgang að launakerfi sem styður rafræn skil. 
 • Býður upp á nýskráningu, afritun eldri skilagreina og innsendingu textaskrár.
 • Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda.
 • Nánar um launagreiðendavef.
 • Opna launagreiðendavef.

Póstur og tölvupóstur - handvirk skráning 

 • Skilagreinar og textaskrár á launagreidendur@arionbanki.is eða til Lífeyrisþjónustu, Túngötu 3, 580 Siglufjörður
 • Krafa myndast i netbanka ef þess er óskað, annars er greiðsla millifærð inn á reikning sjóðsins. 

Greiðsluupplýsingar

 • Reikningsnúmer 329-26-7171 - kennitala 650376-0809 - lífeyrissjóðsnúmer 180

RSK og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

 • Á hverju hausti sendir RSK frá sér lista yfir kröfur til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.
 • Þessar kröfur verða til ef launagreiðandi hefur ekki staðið skil á neinum skylduiðgjöldum til lífeyrissjóðs fyrir launþega sína síðasta iðgjaldaár.
 • Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda öðlast forræði yfir kröfunni en hægt er að óska eftir að EFIA yfirtaki hana.
 • Frestur til að óska eftir yfirtöku er almennt 1 mánuður frá fyrsta bréfi.  

RSK og EFÍA

 • Á hverju hausti sendir RSK frá sér lista yfir kröfur til EFÍA.
 • Þessar kröfur verða til ef launagreiðandi hefur einungis staðið skil á hluta skylduiðgjalda til EFÍA fyrir launþega sína fyrir síðasta iðgjaldaár.
 • EFÍA öðlast forræði yfir kröfunni.

Launagreiðendaþjónusta

Vantar þig aðstoð?

Netspjallið okkar er opið.

Opna netspjall Nei takk

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira