GreiðsluerfiðleikaúrræðiGreidsluerfidleikaurraediTrueFalseFalseFalse/forsida/lifeyrissjodslan/greidsluerfidleikaurraedi/falsefalseLífeyrissjóðslánLifeyrissjodslanTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=365c396e-af0c-11ea-9f52-d8d385b75e5c
Lífeyrissjóðslán

Úrræði fyrir sjóðfélaga í greiðsluerfiðleikum

Þau úrræði sem standa sjóðfélögum til boða eru mörg og ólík enda getur staða þeirra verið með ólíkum hætti. Miklu skiptir að sjóðfélagi leiti til sjóðsins áður en mál eru komin í óefni og kynni sér jafnframt þær leiðir sem eru í boði. Markmiðið er ávallt að finna leið sem hentar sjóðfélaga til lengri tíma litið.

Til að bóka fund með ráðgjafa til að skoða stöðuna og greina hvaða úrræði hentar best má fylla út form hér.

Skoða má áhrif lengri/skemmri lánstíma og ólíkra lánsforma á mánaðarlega greiðslubyrði í lánareiknivél sjóðsins

Úrræði sem standa sjóðfélögum til boða

 
Endurfjármögnun lána með það að markmiði að lækka mánaðarlega greiðslubyrði

 • Með því að breyta lánsformi má í mörgum tilfellum lækka greiðslubyrði verulega.
 • Breyting úr óverðtryggðu láni í verðtryggt, lenging lánstíma og breyting úr jöfnum greiðslum í jafnar afborganir eru dæmi um breytingar á lánsformi.
 • Óskað er eftir endurfjármögnun með lánsumsókn undir flipanum Eyðublöð á forsíðu.

Covid úrræðið - 3 mánaða greiðsluhlé

 • Skilyrði fyrir framlengingu er að veðhlutfall sé undir 75%.
 • Heimilt er að framlengja slíkt úrræði í tvígang ( 3x3 mánuðir hámark).
 • Heildarlánstími er ekki lengdur.
 • Greiðslur sem eru frystar bætast við höfuðstól lánsins.
 • Sótt er um rafrænt hér.  

Skilmálabreyting og lenging lána

 • Lánstími lengdur.
 • Breytt úr jöfnum greiðslum í jafnar afborganir.
 • Greiðslubyrði eftir breytingu verði viðráðanleg til lengri tíma litið.
 • Bóka þarf tíma í ráðgjöf/símtal vegna þessa úrræðis hér.

Lækkun á greiðslum vegna tímabundins tekjumissis

 • Föst upphæð er greidd mánaðarlega af láninu á samningstíma, 6-12 mánuði. Lágmarksgreiðsla er 50% af síðasta greiðsluseðli.
 • Heildarlánstími er ekki lengdur.
 • Sá hluti greiðslna sem ekki er greiddur á tímabilinu bætist við höfuðstól lánsins.
 • Bóka þarf tíma í ráðgjöf/símtal vegna þessa úrræðis hér

Frysting afborgana/vaxta

 • Unnt er að frysta vexti, afborganir eða hvoru tveggja til 6-12 mánaða.
 • Heildarlánstími er ekki lengdur.
 • Mánaðarlegar greiðslur á þeim tíma sem úrræðið er í notkun bætast við höfuðstól lánsins.
 • Bóka þarf tíma í ráðgjöf/símtal vegna þessa úrræðis hér.

Við mælum alltaf með því að sjóðfélagi bóki sér tíma í ráðgjöf áður en ákvörðun um greiðsluerfiðleikaúrræði er tekin. Í eftirfarandi tilfellum er þó lögð sérstök áhersla á það að sjóðfélagi bóki sér tíma áður en umsókn um einhver af ofantöldum úrræðum er skilað inn.

 • Veðhlutfall láns hjá EFÍA er komið yfir 75%
 • Sjóðfélagi hefur nýtt 3 mánaða greiðsluhlé í þrígang og þarf frekari úrræði
 • Lán sjóðfélaga hjá EFÍA hvílir ekki á 1. veðrétti
 • Um er að ræða lánsveð *
 • Lán er komið í vanskil

 
* EFÍA veitir ekki lánsveð í dag en slíkt tíðkaðist á árum áður og því getur verið um eldri slík mál að ræða.

Stillingar fótspora

Hér getur þú stillt hvaða vefkökur þú vilt samþykkja á vefnum.

Lesa kökustefnu efia.is
Samþykkja valdar vefkökur