LífeyrissjóðslánLifeyrissjodslanTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=365c396e-af0c-11ea-9f52-d8d385b75e5c
Lífeyrissjóðslán

Sækja um lán 

Lánsumsóknir eru afgreiddar af fjármálaráðgjöfum í Arion banka Borgartúni 18. Sjóðfélögum utan höfuðborgarsvæðisins er bent á að leita sér upplýsinga hjá Lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7000, á efia@arionbanki.is eða í næsta útibúi Arion banka.

Greiðslumat

Vakin er athygli á því að samhliða lánsumsókn skal gera greiðslumat í samræmi við lög nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda og ber lántaki kostnað af slíku mati. Nú býðst sjóðfélögum EFÍA að nýta sér nýja og einfalda leið til að fá greiðslumat á aðeins nokkrum mínútum. 

Með nýju greiðslumati Arion banka þurfa sjóðfélagar EFÍA ekki að safna saman launaseðlum, skattframtali og öðrum fylgiskjölum. Arion banki aflar upplýsinga rafrænt frá Creditinfo og RSK eftir að umsækjandi hefur gefið samþykki með rafrænum skilríkjum. Þeir sem standast greiðslumatið þurfa því ekki að gera fyrirvara um greiðslumat þegar kauptilboð er lagt fram.

Þeir sem eru ekki með rafræn skilríki geta skilað fylgigögnum inn á pappír, ásamt lánsumsókn. Listi yfir fylgigögn kemur fram á lánsumsókn. 

Leiðréttingin

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skattfrjálsrar greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðislán skiptast í þrennt:

  • Séreign inn á lán - hægt að framlengja til 30. júní 2019 til og með 30. júní 2017
  • Húsnæðissparnaður - gerðu lífeyrissamning strax og sæktu um útgreiðslu þegar kaupsamningur liggur fyrir, til 30. júní 2019
  • Fyrsta fasteign - hægt að sækja um frá 1. júlí 2017  

 Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Arion banka og á vefsíðu Ríkisskattstjóra.

 

Stillingar fótspora

Hér getur þú stillt hvaða vefkökur þú vilt samþykkja á vefnum.

Lesa kökustefnu efia.is
Samþykkja valdar vefkökur