MakalífeyrirMakalifeyrirTrueFalseFalseFalse/forsida/utgreidslur/makalifeyrir/ÚtgreiðslurUtgreidslurTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=8a8f289a-9ebf-4c50-b21a-c74d9a184d2a
Útgreiðslur

Makalífeyrir

  • Maki sjóðfélaga á rétt á ævilöngum makalífeyri við andlát sjóðfélaga hafi hann greitt iðgjald til sjóðsins í a.m.k 2 ár. 
  • Makalífeyrir er greiddur út mánaðarlega, eftir á, til eftirlifandi maka látins sjóðfélaga. 
  • Full makalífeyrisréttindi eru hverju sinni 48% af óskiptum ellilífeyris- eða 64% af örorkulífeyrisréttindum sjóðfélagans við fráfall hvort sem gefur hærri réttindi.  
  • Maki telst sá eða sú sem við andlátið var í hjúskap með sjóðfélaga eða óvígðri sambúð, enda hafi fjárfélagi ekki verið slitið fyrir andlát sjóðfélagans.
  • Með óvígðri sambúð er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem eiga sameiginlegt lögheimili, eru samvistum, eiga barn saman, eiga von á barni saman eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k tvö ár.
  • Eigi maki rétt á makalífeyri úr öðrum sjóði er makalífeyrir úr EFÍA aðeins greiddur ævilangt hafi sjóðfélagi síðast greitt iðgjöld til EFÍA.
  • Réttur til makalífeyris fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný, stofnar til sambúðar eða staðfestrar samvistar, nánar í samþykktum sjóðsins hér.
  • Sækja þarf um makalífeyri skriflega, umsókn um útgreiðslu maka- og barnalífeyris má nálgast hér.
  • Makalífeyrir er greiddur út á grundvelli samþykkta EFÍA, sjá hér.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira